top of page

ÉG VIL TAKA ÞÁTT

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu spennandi verkefni, sendu okkur skriflega umsókn eða myndband þar sem þú segir okkur frá áhuga þínum á verkefninu og hvað þú hefur fram að færa í svona verkefni. Segðu okkur frá áhugamálum þínu, styrkleikum og veikleikum og hvaða reynslu þú hefur af listum og margmiðlun (kvikmyndum, vídeó og tölvum), eða bara því sem þig langar til að segja okkur frá.
 
Netfangið er: oli@mh.is
 
textinn þarf ekki að vera mjög langur, kannski svona hálf blaðsíða A4, myndbandið þarf að vera ca. tvær mínútur

Skilyrði fyrir þátttöku er:

  1. að nemendur geti farið til útlanda einu sinni á skólaárinu.

  2. að þeir geti verið gestgjafar fyrir einn nemanda (mega vera fleiri ef aðstaða leyfir) frá öðru Evrópulandi þegar Ísland verður gestgjafi verkefnisins í janúar 2021. (gesturinn verður helst að hafa sér herbergi til að gista í).

  3. Að þeir skuldbindi sig til að taka þátt í verkefninu á Íslandi í janúar 2021.

  4. Séu til í að hittast á fundum einu sinni í viku allt skólaárið til að undirbúa ýmis verkefni.

bottom of page